Nú eru aðeins tveir sólarhringar í að kosningunum verði lokið og þegar maður skoðar stöðuna eins og hún er núna, með tilliti til þess sem ég kalla lífæð Vestmannaeyja, þ.e.a.s. útgerðina, þá er staðan einhvern veginn svona: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur boða óbreytt kvótakerfi, sem þýðir einfaldlega það að ef útgerðarmanninum dettur í hug að selja kvótann eða veðsetja hann það mikið, að hann fer á hausinn og kvótinn á uppboð, eða einfaldlega að hann leggi bátnum og leigi frá sér allan kvótann án þess að skila nokkru til samfélagsins.