Úgandaleikmennirnir þrír sem leika með ÍBV í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar, komu til landsins í gær. Þeir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa leikið með ÍBV undanfarið en sá þriðji, Tonny Mawejje er nýr í herbúðum liðsins. Andrew er fjölskyldumaður og kemur nú í fyrsta sinn með eiginkonu sína, Doreen og dóttir þeirra, Cindy með sér. ÍBV leikur gegn Grindavík í Vestmannaeyjum um helgina.