32.505 manns eru á kjörskrá í Suðurkjördæmi, 16.667 karlar og 15.838 konur. Þetta eru 1.913 fleiri en í kosningunum 2007 þegar 30.592 voru á kjörskrá í kjördæminu. Kjördæmið nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga. 10 fulltrúar sitja á þingi fyrir Suðurkjördæmi, níu kjördæmakjörnir og einn jöfnunarkjörinn.