ÍBV og Grindavík léku aftur í dag en liðin áttust við í gær á Helgafellsvellinum þar sem ÍBV hafði betur 2:1. Liðin tefldu fram sínu sterkustu liðum í dag og þótt aðeins um æfingaleik hafi verið að ræða, var tekist á. Eyjamenn komust í 2:0 í fyrri hálfleik en Grindvíkingar minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks. En það var fyrirliði ÍBV, Matt Garner sem skoraði með glæsilegu langskoti, upp í samskeytin í uppbótartíma og tryggði sínu liði 3:1 sigur.