Ríkisútvarpið greinir frá því að kjörsókn í Suðurkjördæmi hafi verið ívið betri en í kosningunum 2003 og 2007. Haft er eftir Karli Gauta Hjaltasyni, formanni kjörstjórnar í kjördæminu, að í Vestmannaeyjum hafi 1453 verið búnir að kjósa kl.17 sem eru 48,7% af kjósendum. Það eru 2-3% fleiri en árið 2007.