Samfylkingin er stærst í Suðurkjördæmi eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar. Samfylkingin hefur fengið 30% atkvæða þegar tæp tíu þúsund atkvæði hafa verið talin. Sjálfstæðisflokkur hefur fengið 28,4% en fylgi VG er talsvert minna við fyrstu tölur, aðeins 16,7% en hafði verið spáð rúmum 20% fylgi þegar mest var. Ítarlegri tölur má sjá hér að neðan.