Samkvæmt síðustu skoðanakönnuninni sem Capacent-Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið er Samfylkingin stærsti stjórnamálaflokkurinn í Suðurkjördæmi. Heildarniðurstöður könnunarinnar voru birtar í gær en Suðurlandið.is birtir nú niðurstöðurnar fyrir Suðurkjördæmi. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 30,7% og bætir við sig 3,5 prósentustigum frá síðustu kjördæmakönnun sem birt var 20. apríl síðastliðinn. Fylgi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mælist nú meira en Sjálfstæðisflokksins sem tapar einu og hálfu prósentustigi og fær 26,2%.