Sjötíu og níu ára karlmaður hefur játað að vera valdur að bruna í sumarbústað við Borgarleyni í Grímsnesi í gær. Maðurinn var handtekinn skammt frá bústaðnum á meðan slökkvistarf stóð yfir. Hann var látinn laus um hádegisbil í dag að loknum yfirheyrslum.