Nú er búið að telja rúmlega 13 þúsund atkvæði í Suðurkjördæmi en skipan þingsæta hefur ekkert breyst frá fyrstu tölum. Eins og staðan er núna er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá þingmenn og tapar einum frá 2007, Samfylkingin er með þrjá og vinnur einn frá 2007, VG bætir við sig einum og er með tvo og Framsókn heldur sínum tveimur. Frjálslyndi flokkurinn tapar sínum eina þingmanni ef niðurstaðan verður þessi. Hins vegar er talið að allt að 20% kjörseðla í Suðurkjördæmi séu með útstrikanir.