Samfylkingin er með 28% atkvæða í Suðurkjördæmi þegar talningu er lokið. Samfylkingin bætir við sig þingmanni og fær 3, á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fær nú 3 þingmenn í stað fjögurra í kosningunum 2007. Framsóknarflokkurinn heldur sínum tveimur mönnum og Vinstri græn sínum eina þingmanni. Borgarahreyfingin kemur einum þingmanni inn sem jöfnunarmanni og Frjálslyndir missa sinn þingmann.