Davíð Oddsson ber af sér allar sakir af bankahruninu í viðtali við breska blaðið Telegraph í dag. Þar segir hann, eins og hann hefur reyndar sagt við íslenska fjölmiðla, að hann hafi varað við ágöllum bankakerfisins en aðrir hafi skellt skollaeyrum við því.