Allt bendir til þess að Árni Johnsen hafi fengið flestar útstrikanir aðrar Alþingiskosningarnar í röð. 17% kjósenda strikuðu yfir nafn hans í Suðurkjördæmi en 22% strikuðu yfir nafn hans 2007. Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitastjóri og verðandi þingmaður, færist væntanlega upp í annað sætið og Árni niður í það þriðja hjá Sjálfstæðisflokknum.