Kallari kjörstjórnar er sá sem gengur út fyrir kjörstaðinn fimm mínútum fyrir lokun og tilkynnir að kjörstað verði lokað eftir mínúturnar fimm. Örn Arnarson gegndi starfi kallara kjörstjórnar á Höfn í Hornafirði á laugardag. Fréttavefurinn Ríki Vatnajökuls skrifar í dag að nú sé til skoðunar að æviráða Örn sem kallara þar sem hann hafi skilaði starfi sínu með miklum sóma.