Alls voru 2.974 á kjörskrá í Vestmannaeyjum en kosið er í tveimur kjördeildum í Vestmannaeyjum. Alls kusu 2.476 eða 83,3% þeirra sem eru á kjörskrá og eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru í Vestmannaeyjum með í þessari tölu. Þarna er aðeins um að ræða atkvæði sem fóru í gegnum kjördeildir í Vestmannaeyjum en þeir Eyjamenn sem kusu utankjörfundar annarsstaðar, koma aldrei til Eyja, heldur fara beint til Selfoss.