Suðurlandið.is birti viðtöl við frambjóðendur í Suðurkjördæmi síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Síðasta kosningamyndbandið inniheldur skemmtileg atriði sem voru klippt frá, samantekt á helstu frösum og upptökur frá kosningavökum þar sem Sjálfstæðismenn syngja „Dúrí dara, dúri dara“ og Samfylkingarfólk kyrjar „Lífið er yndislegt“.