Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið en engin stórvægileg mál sem upp komu. Lögreglan hafði, að vanda, eftirlit vegna alþingiskosninganna, en allt fór friðsamlega fram við kjörstaði og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af neinum í tengslum við þær. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins um helgina, en engar kærur liggja fyrir og því líklegt að menn hafi komið ósárir út úr þeim stympingum.