Alveg frábær kjördagur og kosninganótt er að baki. Ég er alveg geysilega ánægð og þakklát fyrir þann stuðning sem við Framsóknarmenn fengum hér í Suðurkjördæmi og á landsvísu, en ekki síst í Vestmannaeyjum. Innilega til hamingju með kjörið Sigmundur Davíð, Vigdís, Siv, Gunnar Bragi, Guðmundur, Birkir Jón, Höskuldur og Sigurður Ingi.