Ærin Capri í fjárhúsunum í Fagradal í Mýrdalshreppi bar fjórum lömbum í vikunni. Á heimasíðu hreppsins segir að það komi ekki á óvart þar sem hún hafi líka verið með fjórum lömbum í fyrravor. Faðir lambanna er Rór Kveiksonur. Eins og sést á myndinni heilsast ær og lömbum vel.