Í mörgum bæjarfélögum er það til siðs að efna til árlegs hreinsunarátaks þegar fer að vora. Árlegt hreinsunarátak hefst í Árborg á morgun og stendur fram til 8. maí. Þá daga munu starfsmenn sveitarfélagsins hirða rusl sem hefur verið sett út fyrir lóðarmörk. Sams konar átak stendur yfir í Vestmannaeyjum dagana 4. – 15. maí.