Hvalur fannst rekinn í Reynisfjöru í Mýrdal í síðustu viku. Hvalurinn reyndist vera níu metra löng andarnefja. Tarfarnir verða um átta til níu metrar á lengd og rúmlega þrjú og hálft tonn að þyngd. Kýrnar verða um sjö metrar á lengd og vega um þrjú tonn.