Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, er annar tveggja ráðstefnustjóra á ráðstefnu Skipulagsstofnunar um mótun byggðar. Ráðstefnan hefst í VeisluTurninum í Kópavogi í fyrramálið klukkan hálfníu. Á ráðstefnunni er lögð sérstök áhersla á lífsgæði við mótun byggðar.