Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var greint frá því að göngufólk hafi rekist á tvo nautshausa í fjörunni á Stokkseyri. Fólkinu var mjög hverft við að rekast á nautshausa á þessum vinsæla útivistarstað. Siggeir Ingólfsson, yfirverkstjóri hjá umhverfisdeild Árborgar, segir nöturlegt að bændur skuli nota fjöruna til að losa sig við slíkan úrgang.