Kjartan Ólafsson, sem var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segir flokksfélaga sinn, Árna Johnsen, fara með fleipur þegar hann segir að unnið hafi verið gegn sér úr Árborgarsvæðinu. Árni segir m.a. að frambjóðendur í Árborg hafi unnið að því að fá fólk til að strika sig út af lista í kosningunum og má leiða líkum að því að hann hafi hann einmitt átt við Kjartan.