Snarpur jarðskjálfti upp á 3,7 á Richter varð laust fyrir klukkan þrjú í nótt og átti hann upptök í Skálafelli. Hans varð meðal annars vart í Reykjavík og vakti íbúa í Hveragerði, Selfossi og á Eyrarbakka. Margir sunnlendingar hringdu í Neyðarlínu og lögreglu, minnugir stóra Suðurlandsskjálftans.