Í Fréttum sem koma út í kvöld er rætt við frambjóðendur úr Eyjum í Alþingiskosningunum um síðustu helgi. Árni Johnsen, sem fékk 17% útstrikanir, segir vonlaust þegar samherjar hans í Sjálfstæðisflokki Suðurkjördæmis séu að skipuleggja útstrikanir sér til höfuðs. Hann vill breyta útstrikunarreglum og segir Sjálfstæðismenn í Árborg hafa unnið óheiðarlega.