Svínabændur hafa áhyggjur af því að ef svínaflensa greinist hér á landi þá berist hún frá mönnum í svín. Svínabúin eru þó nokkuð lokuð sem getur hjálpað þeim að koma í veg fyrir að svo fari. Yfirdýralæknir sendi í morgun öllum svínabændum bréf þar sem þeir eru hvattir til að fara yfir smitvarnir hjá sér ef ske kynni að svínaflensan kæmi hingað til lands.