Þjóðhátíðarnefnd hefur tekið þá ákvörðun að hækka ekki miðaverð í dalinn. Ekkert verður slegið af í skemmtannahaldi enda Eyjamenn ekki þekktir fyrir annað en gera þetta almennilega eða bara sleppa því. Miðaverðið er því 10.900 kr í forsölu en 12.900 við innganginn.