Fyrirtækið Ben Media í Hveragerði áætlar að kvikmynda öll kynbótahross á sýningum sem haldnar verða í Reykjavík, Hafnarfirði og á Hellu. Fyrirtækið var stofnað um mitt ár 2008 og hefur frá þeim tíma boðið upp á þá þjónustu að kvikmynda kynbótahross fyrir eigendur. Á þriðja hundrað hross hafa verið mynduð.