Hin árlega trippasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna sem haldin var á dögunum var fyrsta sýningin í nýju reiðhöllinni á Flúðum. Sýnd voru 36 veturgömul tryppi, 7 ungfolar og tveir stóðhestar sem verða til útleigu hjá Hrossaræktarfélaginu í sumar.