Á 1. maí á síðasta ári héldum við bar­áttufund í Alþýðuhúsinu og horfð­um til framtíðar. Héldum daginn hátíðlegan með sérstakri áherslu á eldri félagsmenn okkar og þakklæti fyrir störf þeirra að uppbyggingu þjóðfélagsins. Nú ári síðar virðist allri þessari uppbyggingu hafa verið kastað á glæ í græðgi ör­fárra aðila ef ekki hreinum og klárum þjófnaði þeirra.