Nýja sundlaugin á Höfn í Hornafirði hefur fengið góð viðbrögð gesta. Talið er að á annað þúsund manns hafi komið í sundlaugina á vígsludeginum, sumardaginn fyrsta. Margir hafa lagt leið sína í laugina fyrstu opnunardagana og notið þeirrar afþreyingar sem í boði er.