Í dag klukkan 14.00 hófst í íþróttamiðstöðinni síðasta fjölliðamót Íslandsmótsins í 6. flokki karla í handbolta. Keppt er í A-, B- og C-liðum en ÍBV teflir fram fjórum liðum. Tæplega fimm hundruð keppendur og þjálfarar eru samankomnir í íþróttamiðstöðinni en auk þess er fjöldi foreldra sem fylgir börnunum til Eyja. Um er að ræða stærsta handboltamót sem haldið hefur verið í Vestmannaeyjum. Hér að neðan má sjá leikjadagskrá ÍBV.