Það vantaði ekkert upp á litadýrðina, netasokkana, legghlífarnar og allt því sem tilheyrði diskótímabilinu á Íslandi þegar Diskóhátíðin var sett í Höllinni í gærkvöld. Hátíðin stendur í tvo daga en um var að ræða fyrra kvöldið af tveimur. Boðið var upp á mat og skemmtun en fram komu m.a. Herbert Guðmundsson, dúettinn Ég og Þú og Páll Óskar. Þá var tískusýning að hætti tímabilsins og margt fleira. Hægt er að sjá myndir frá Diskóhátíðinni hér að neðan.