Tíu nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar taka þátt í Evrópumótinu í Lego sem nefnist Children Climate Call. Keppnin hófst í Kaupmannahöfn gær og stendur fram á sunnudag. Hópurinn kallar sig Klakarnir og vann landskeppnina á Íslandi og þar með keppnisrétt í Danmörku.