Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út í nótt að Sorpeyðingastöð Vestmannaeyja en eldur logaði á geymslusvæði norðan við stöðina. Á svæðinu er geymt sorp sem bíður urðunar eða eyðingar en talsverður eldur logaði þegar að var komið. Í fyrstu fór einn slökkvibíll á svæðið en skömmu síðar var annar kallaður til og auka mannskapur til aðstoðar við þann sem fyrir var. Lítil hætta var þó á ferðum enda stóð vindur frá sjálfri Sorpeyðingarstöðinni og ólíklegt að eldurinn bærist í húsið.