Ökumaður slapp ómeiddur þegar að hann velti bíl sínum í Skógarhlíðabrekku á Þrengslavegi um sexleytið í morgun, samkvæmt því sem fram kemur á Vísi.is. Maðurinn gaf lögreglunni á Selfossi þær skýringar á veltunni að bleyta og ísíng hefði verið á veginum. Þá var ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur rétt fyrir ofan kambana. Lögreglan segir að maðurinn hafi keyrt á 130 kílómetra hraða á klukkustund og ekki í góðu ástandi til aksturs.