Nú eru sögulegar Alþingiskosningar afstaðnar og sitjandi ríkisstjórn vinnur að gerð stjórnarsáttmála. Vinstri græn í Suðurkjördæmi juku fylgi sitt úr 9,9% í 17,1%. Ég er innilega þakklát fyrir þann stuðning og hlýhug sem við mættum allsstaðar í kjördæminu. Því miður dugði fylgisaukningin ekki til að bæta við öðrum þingmanni í kjördæminu en Atli Gíslason heldur áfram baráttunni fyrir hagsmunum Sunnlendinga á þingi. Ég er stolt af kosningabaráttu Vinstri grænna en hún var heiðarleg og málefnaleg enda skilaði hún næstum tvöföldun á fylgi frá kosningunum árið 2007.