Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, teldi kirkjuna ekki hafa vald til að dæma menn sem dómsstólar hafi þegar sýknað. Vísar hann þar til ályktunar prestastefnu um að biskup Íslands leysi málefni Selfosssafnaðar, með því að koma í veg fyrir að séra Gunnar Björnssonar taki þar aftur til starfa.