Stjórn skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum skorar á ríkisstjórnina að vakna og líta aðeins út fyrir 101 Reykjavík. Í ályktun stjórnarinnar segir að svo mikið sé af þorski í sjónum að sjómenn forðist hann. Ástandið sé þannig að menn geti ekki kastað trolli eða lagt línu út af þorskgengd. Stjórn Verðanda hvetur ríkisstjórnina til að auka við þorskkvótann.