Nú rétt rúmlega sex var allt tiltækt slökkvilið kallað út í Vestmannaeyjum vegna reyks í vélarrúmi tankskips sem lá við bryggjuna. Um er að ræða lýsisskipið West Stream, sem skráð er í Nassau en mikill reykur barst úr skipinu. Enginn eldur var hins vegar sjáanlegur og var strax farið í að reykræsta skipið.