Landsmót í skólaskák lauk á Akureyri í gær en tveir skákmenn úr Taflfélagi Vestmannaeyja tóku þátt í mótinu, þeir Daði Steinn Jónsson og Nökkvi Sverrisson. Daði Steinn keppti í yngri flokki, 1. til 7. bekk en Nökkvi í eldri flokki, 8. til 10. bekk. Tólf keppendur voru í hvorum flokki fyrir sig og eru fulltrúar síns kjördæmis. Nökkvi gerði sér lítið fyrir og nældi sér í bronsverðlaun.