Haukar urðu fyrir stundu Íslandsmeistari í handbolta með því að leggja systurfélag sitt, Val í fjórða leik liðanna á Hliðarenda. Haukar unnu rimmuna um titilinn 3:1 og í leikslok var það Eyjamaðurinn Arnar Pétursson, fyrirliði Hauka, sem tók við Íslandsbikarnum og lyfti honum á loft. Þrír aðrir leikmenn liðsins eru Eyjamenn.