Í dag, þriðjudag verður haldið í fyrsta sinn, Stúlknameistaramót Vestmannaeyja í skák. Mótið hefst klukkan 17.00 í húsakynnum Taflfélags Vestmanneyja við Heiðarveg og eru allar stúlkur velkomnar. Mikil gróska hefur verið í stúlknaskák í Eyjum undanfarið og fjölgar stöðugt þeim stúlkum sem stunda þessa hollu hugaríþrótt.