Nú er búið að ákveða að Sumarstúlkukeppnin fari fram 19. júní næstkomandi í Höllinni. Auk keppninnar munu Bubbi Morthens og félagar í Ego trylla lýðinn að lokinni keppni á dansleik sem mun standa fram á nótt. Leitin að þátttakendum í Sumarstúlkukeppnina er að hefjast en stelpurnar verða að vera fæddar 1991 eða fyrr.