Flugvöllurinn í Vestmannaeyjum verður opinn til klukkan 23 frá mánudegi til föstudags frá og með 15. maí næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi hjá Flugstoðum ohf. í gær, í kjölfar gagnrýni frá íþróttahreyfingunni í Eyjum um fyrirhugaða styttingu þjónustutíma flugvallarins yfir sumartímann.