Ákveðið er að flugvöllurinn verð­ur opinn til klukkan 11 á kvöldin frá mánudegi til föstudags frá og með 15. maí til 15. ágúst. Þar með er horfið frá því að loka vellinum kl. sjö á kvöldin með tilheyrandi kostnaði og óþægind­um. Árni Johnsen, alþingismaður, sagði að þetta hefði fengist í gegn eftir bréfaskriftir og fundi hans með flugyfirvöldum.