Nú fyrir skömmu var opinberuð spá fyrirliða og forráðamanna liða í Pepsí deild karla í knattspyrnu. Samkvæmt henni verða FH-ingar Íslandsmeistarar en Stjarnan og Þróttur falla. ÍBV er spáð tíunda og þriðja neðsta sæti en og virðast knattspekingar vera á einu máli um það enda er þetta þriðja spáin þar sem ÍBV er spáð þessu sæti. Spána má sjá hér að neðan.