Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bauð lægst í gerð nýrrar 270 metra langrar brúar yfir Hvítá í Árnessýslu á móts við Flúðir. Óvenju margir verktakar börðust afar hart um verkið og munaði innan við einu prósenti á þremur lægstu tilboðum.