Á morgun föstudag, verður haldin sjávarútvegsráðstefna á vegum Þekk­ingarseturs Vestmannaeyja í Höllinni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Þátttaka atvinnulífsins í rannsókn­um og nýsköpun í sjávarútvegi Ráðstefnan hefst kl. 9 og stendur til kl. 16.00. Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman fulltrúa atvinnulífsins og rannsóknastofnana til að ræða möguleika til frekara samstarfs sem gæti leitt til markvissari vinnu­bragða við rannsóknir, eftirlit, veiðar og vinnslu.