Sigríður Hrönn Theodórsdóttir frá Vestmannaeyjum tekur þátt í sýningu í galleríinu Tré og list um þessar mundir. Sigríður framleiðir fatnað og skraut úr fiskroði, svína- og kálfarúskinni, gaupu, lambaskinni og selaskinni. Galleríið Tré og list er staðsett að Forsæti III í Flóa, á bökkum Þjórsár, örstutt frá Selfossi.